Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 27. nóvember 2022 13:59
Aksentije Milisic
Mark dæmt af Marokkó í uppbótartímanum - „Bounou er alls ekki í markinu"
Bounou er meiddur en Gunnar Birgisson var ekki að átta sig á því.
Bounou er meiddur en Gunnar Birgisson var ekki að átta sig á því.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Þessa stundina eigast við Belgía og Marokkó í F-riðli en þegar þetta er skrifað er hálfleikur.


Belgar hafa verið ívið sterkari en Marokkó hefur samt bitið frá sér og átt nokkrar ágætis tilraunir sem höfðu ekki náð að ógna marki Thibaut Courtois.

Ekki hafa verið mikið um opin færi komið í leiknum til þessa en Munir, markvörður Marokkó, hefur staðið sig vel í markinu hjá Marokkó.

Marokkó kom knettinum í netið í uppbótatíma fyrri hálfleiks en dæmd var rangstæða. Leikmaður Marokkó var talinn hafa áhrif á Courtouis þegar hann reyndi að skalla inn fyrirgjöf frá Ziyech sem endaði í netinu.

Yassine Bounou stóð í markinu hjá Marokkó í fyrsta leik en hann meiddist í upphitun í dag. Gunnar Birgisson, lýsari á Rúv, hélt allan fyrri hálfleikinn að Bounou stæði í markinu og hrósaði honum oft.

Það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins sem Gunnar áttaði sig á því að Munir væri í markinu en ekki Bounou.

„Bounou er alls ekki í markinu. Ég millifæri hér allt mitt hrós yfir á Munir," sagði Gunnar seint í fyrri hálfleiknum.

Belgía er í fínum málum í riðlinum eftir sigur gegn Kanada í fyrsta leik en Marokkó hefur ekki skorað mark né fengið á sig í fyrsta einum og hálfa leiknum þeirra á mótinu.

Courtois átti flott tilþrif í hálfleiknum en hann var þá ískaldur þegar En-Nesyri kom í pressuna á hann.

Courtois lék laglega á En-Nesyri upp við eigið mark áður en hann kom boltanum fram.

Vonandi fáum við meiri fjör í síðari hálfleiknum.

Sjáðu tilþrifin hjá Courtois hérna.
Smelltu hér til að sjá markið sem var dæmt af.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner