Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
   sun 27. nóvember 2022 12:40
Aksentije Milisic
Neville: Sé eftir því að hafa ekki talað gegn Glazers
Mynd: Getty Images

Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segist sjá eftir því að hafa ekki talað gegn Glazers, eigendum Manchester United, á meðan Neville var leikmaður liðsins.


Þessir bandarísku eigendur Manchester United eru langt því frá að vera vinsælir hjá stuðningsmönnum liðsins en þeir eignuðust meirihluta í félaginu árið 2005.

Glazers höfðu hækkað skuldir félagsins í 495 milljónir punda fyrir árslok 2021 og tekið meira en 1 milljarð punda út úr United á 17 ára valdatíma þeirra.  Auk þess hefur frammistaðan á vellinum alltaf orðið verri og verri eftir að Sir Alex Ferguson lét af störfum.

„Ég vil ekki koma með afsakanir, þetta var líklega af því að við vorum sigursælir og vorum með Sir Alex Ferguson, sem einblíndi á fótboltann," sagði Neville.

„Enginn leikmaður eða starfsmaður félagins talaði gegn eigendunum. Þegar þetta gerðist þá vorum við að vinna deildina, Meistaradeildina og bikara."

„Þeir eru í klassa fyrir neðan þegar kemur að stöðu innviða hjá klúbbnum og aðstöðu. 
Það getur ekki gerst þegar það gengur illa á vellinum. Þú skoðar allt sem er að hjá þeim og hugsar: Nú er nóg komið."

„Ég byrjaði að tala gegn þeim fyrir um tveimur eða þremur árum síðan. Margir stuðningsmenn munu segja að ég hefði átt að gera það fyrr og ég get ekki verið ósammála þeim," sagði Gary að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner