Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 27. nóvember 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Tómas Þór spáir í Belgía - Marokkó
Tómas Þór Þórðarson.
Tómas Þór Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgía og Marokkó leiða saman hesta sína á HM í Katar í dag klukkan 13:00. Liðin leika í F-riðli.

Belgar voru ekki sannfærandi en unnu þó 1-0 sigur gegn Kanada í fyrstu umferð og Marokkó gerði markalaust jafntefli við Króatíu.

Það er formaður samtaka íþróttafréttamanna, Tómas Þór Þórðarson, sem spáir í leik Belgiu og Marokkó.

Belgía 1 - 1 Marokkó
Ég hafði slæma tilfinningu fyrir Belgum fyrir mót og taldi þá líklegasta til að vera eitt stærsta flopp HM. Sú tilfinning minnkaði ekkert þrátt fyrir þennan ósanngjarna sigur þeirra á Kanada. Lukaku er að skríða saman en verður væntanlega hvíldur í þessum leik líka. Ég sé mátulega spræka Afríkumennina ná í jafntefli.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner