Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er á meðal 50 bestu fótboltakvenna heims að mati vefmiðilsins Goal.
Goal stendur fyrir kosningu á bestu fótboltakonu í heimi árið 2023 og hefur tekið saman lista yfir þær 50 bestu. Glódís kemst á þann lista þrátt fyrir að hafa ekki spilað á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.
„Bayern München átti frábært tímabil undir stjórn Alexander Straus og það er hægt að færa rök fyrir því að Glódís hafi verið besti leikmaður liðsins," segir í greininni.
„Hún var gríðarlega sterk í vörn Bayern sem var besta varnarlið þýsku deildarinnar. Bayern varð þýskur meistari og Glódís spilaði líka stóra rullu í því að Bayern komst í átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar."
Glódís hefur líka spilað algjört lykilhlutverk í íslenska landsliðinu á árinu.
Hægt er að kjósa Glódísi með því að smella hérna.
Athugasemdir