Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
banner
   mið 27. nóvember 2024 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þeir geta ekki sent hann í Víking"
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi fagnar marki síðasta sumar.
Gylfi fagnar marki síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þarna er eitt topplið að bjóða í leikmann hjá öðru toppliði. Það er ekki oft sem þetta gerist á Íslandi," sagði Valur Gunnarsson í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

Var þá verið að ræða um tilboð sem Víkingur lagði fram í Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Vals.

Gylfi skoraði ellefu mörk í nítján leikjum í Bestu deildinni í sumar en leikirnir hefðu orðið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli. Hann er 35 ára miðjumaður sem er samningsbundinn Val út næsta tímabil.

Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfesti tilboðið við Fótbolta.net í síðustu viku en sagði að litið væri á það sem grín.

„Það er rétt sem kom fram, þeir hafa gert okkur tilboð. Við lítum reyndar meira á það sem grín. Ef Víkingur heldur að þeir geti keypt Gylfa á lágu verði þá finnst okkur það ekki raunsætt," sagði Björn Steinar.

Það er þetta stolt
Í útvarpsþættinum síðasta laugardag var talað um mögulega upphæð. „Þættinum var að berast bréf. Ég er með heimildir fyrir því að Kári Árna hafi sent 20 milljón króna tilboð í Gylfa Sig," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Það getur ekki verið," sagði Tómas Þór Þórðarson. „En þeir myndu aldrei í lífinu, þó þeir hefðu boðið 120 milljónir. Þeir geta ekki sent hann í Víking. Þeir geta það ekki. Það er bara þetta stolt," sagði Tómas jafnframt en Valur og Víkingar eru að berjast á toppnum í íslenskum fótbolta.

Hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Ísland, fréttaflóð úr Bestu og Viktor Örn
Athugasemdir
banner
banner
banner