
KR 3 - 0 ÍR
1-0 Fanney Rún Guðmundsdóttir ('45)
2-0 Ísabella Sara Tryggvadóttir ('63)
3-0 Ísabella Sara Tryggvadóttir ('73)
KR mætti ÍR í lokaumferð riðlakeppni Reykjavíkurmóts kvenna og var staðan markalaus þar til undir lok fyrri hálfleiks þegar Fanney Rún Guðmundsdóttir kom boltanum í netið.
Hin bráðefnilega Ísabella Sara Tryggvadóttir átti stórleik og afgreiddi ÍR-inga með tveimur mörkum á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik.
Ísabella Sara er fædd 2006 og spilaði hún 16 leiki er KR féll úr Bestu deildinni í fyrra.
Liðin voru án stiga fyrir lokaumferðina og því lýkur ÍR keppni án stiga en KR með þrjú stig eftir þrjá leiki.
Ísabella á 7 mörk í 19 leikjum fyrir U16 og U17 landsliðin.
Athugasemdir