Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 28. febrúar 2021 21:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Loksins kom sigur hjá Liverpool
Firmino hélt hann hefði skorað en markið skráist á Bryan
Firmino hélt hann hefði skorað en markið skráist á Bryan
Mynd: Getty Images
Sheffield Utd 0 - 2 Liverpool
0-1 Curtis Jones ('48 )
0-2 Kean Bryan ('64 , sjálfsmark)

Liverpool vann í kvöld langþráðan deildarsigur, Englandsmeistararnir höfðu tapað síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni og hefur það vakið mikið umtal.

Sheffield United, botnliðið, var andstæðingur Liverpool í kvöld og skoruðu heimamenn fyrsta „markið". Það var reyndar dæmt af vegna rangstöðu. Staðan var því markalaus í hléi en snemma í seinni hálfleik skoraði Curtis Jones eftir frábæran undirbúning Trent Alexander-Arnold og Roberto Firmino.

Á 64. mínútu kom svo seinna mark leiksins þegar Kean Bryan fékk tilraun Roberto Firmino í sigi og af Bryan fór boltinn í netið. 0-2 sigur staðreynd og Liverpool fer upp í 6. sæti deildarinnar.

Sheffield er áfram á botninum, 15 stigum frá öruggu sæti. Liverpool er tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti eftir sigurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner