Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 28. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Litir ítalska fánans yfir Wembley í gærkvöldi
Enska landsliðið átti að mæta því ítalska í æfingaleik á Wembley í gærkvöldi en leiknum var aflýst vegna kórónuveirunnar.

Ítalía er það land sem hefur lent verst í veirunni utan Kína og sýndu Englendingar samhug með Ítölum.

Litir ítalska fánans fengu að njóta sín yfir Wembley í gærkvöldi á meðan leikurinn átti að fara fram.

„Þó að við höfum ekki getað boðið ykkur velkomna á Wembley í kvöld þá stöndum við með ykkur," segir í Twitter færslu frá Wembley.

„Þetta er barátta sem við verðum að heyja í sameiningu."


Athugasemdir
banner