Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
banner
   þri 28. mars 2023 18:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Noregur náði aðeins í stig til Georgíu
Alexander Sörloth
Alexander Sörloth
Mynd: Getty Images

Georgía 1 - 1 Noregur
0-1 Alexander Sorloth ('15 )
1-1 Georges Mikautadze ('61 )


Georgía fékk Noreg í heimsókn í fyrsta leik dagsins í undankeppni EM 2024 en liðin leika í A-riðli.

Noregur tapaði fyrsta leiknum illa gegn Spáni en Georgía var að spila sinn fyrsta leik í undankeppninni í kvöld. Noregur var með gott tak á leiknum í fyrri hálfleik en Alexander Sörloth skoraði eina mark hálfleiksins þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum.

Georgíumenn komust betur inn í leikinn í þeim síðari og jafnaði metin eftir um klukkutíma leik.

Þegar skammt var til leiksloka vildu Norðmenn fá víti þegar Fredrik Aursnes var tekinn niður í teignum en ekkert var dæmt. Ola Solbakken var ekki sáttur og lét dómarann heyra það en fékk að launum gult spjald.


Athugasemdir
banner
banner
banner