Skoski leikmaðurinn Steven Lennon verður ekki með FH-ingum næstu sex vikurnar en þetta sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari liðsins, í viðtali við Fótbolta.net í kvöld.
Lennon var ekki í leikmannahópi FH gegn HK-ingum í kvöld og ekki Hörður Ingi Gunnarsson heldur.
Hörður greindi sjálfur frá því á samfélagsmiðlum í gær að hann yrði ekki meira með á tímabilinu og nú hafa FH-ingar fengið annað högg.
Heimir sagði í viðtali við Fótbolta.net að Lennon yrði frá næstu sex vikurnar vegna meiðsla.
„Algjörlega. Hörður er frábær leikmaður, kom til baka og hafði komið sterkur inn í FH-liðið.“
„Steven Lennon er eitthvað frá líka. Það er eitthvað talað um sex vikur. Tveir frábærir leikmenn og það er ekki gott,“ sagði Heimir við Fótbolta.net í kvöld.
Athugasemdir