Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea framlengir við Hutchinson
Mynd: Getty Images
Chelsea er búið að virkja ákvæði í samningi Omari Hutchinson sem framlengir veru hans hjá félaginu um eitt ár. Hann er því samningsbundinn Chelsea til 2026 eftir að hafa gert frábæra hluti á láni hjá Ipswich á nýliðnu tímabili. Fabrizio Romano greinir frá þessu.

Hutchinson er tvítugur kantmaður með fjóra leiki að baki fyrir yngri landslið Englands og tvo A-landsleiki fyrir Heimi Hallgrímsson í Jamaíka.

Hann skoraði 11 mörk og gaf 6 stoðsendingar í 50 leikjum með Ipswich á tímabilinu, er liðið komst óvænt beint upp úr Championship deildinni til að tryggja sér þátttökurétt í deild þeirra bestu.

Chelsea lítur á Hutchinson sem efnilegan leikmann fyrir framtíðina en ætlar að bíða með að taka ákvörðun þar til Enzo Maresca tekur við þjálfarastöðunni og gefur sitt mat á leikmanninum.

Það eru ýmis félög áhugasöm um að fá Hutchinson lánaðan fyrir næsta tímabil, þar sem Stuttgart, Borussia Mönchengladbach, Ajax og Feyenoord hafa öll verið nefnd til sögunnar auk Ipswich.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner