Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fös 28. júní 2024 23:13
Hafliði Breiðfjörð
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
Steinar í gömlu hvítu skónum, það voru þeir bleiku sem gerðu gæfumuninn í kvöld.
Steinar í gömlu hvítu skónum, það voru þeir bleiku sem gerðu gæfumuninn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann var helvíti ljúfur þessi sigur," sagði Steinar Þorsteinsson leikmaður ÍA eftir 3 - 2 sigur á Val í Bestu-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 Valur

„Við byrjuðum illa og vorum að fá bolta afturfyrir okkur. Svo skora þeir og eftir það fannst mér við bregðast mjög vel við og komast í 2-1."

Það var pirrandi að fá á sig þetta jöfnunamark er það ekki?

„Jú það var lélegt, ég á eftir að sjá þetta betur en mér fannst þetta helvíti slakt hjá okkur."

Svo fékkst þú færið í lokin eftir að Viktor gaf út á þig og skoraðir þetta gull af marki. Hvað varstu að hugsa?

„Ég var ekkert að hugsa, ég ákvað að sveifla löppinni. Ég var nýbúinn að fá krampa og var bara heppinn að ég dreif á markið."

Steinar frumsýndi í dag nýja bleika skó. Eitthvað sem Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var ekki heillaður yfir en gaf grænt ljós ef hann fengi svona mark.

„Ég fékk reyndar smá auga frá honum þegar ég mætti á fyrstu æfinguna í bleiku en ég er ánægður með að hafa skorað. Þeir eru flottir maður, hefurðu ekki séð þá, þeir eru geggjaðir."
Athugasemdir
banner
banner