Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   fös 28. júní 2024 23:13
Hafliði Breiðfjörð
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
Steinar í gömlu hvítu skónum, það voru þeir bleiku sem gerðu gæfumuninn í kvöld.
Steinar í gömlu hvítu skónum, það voru þeir bleiku sem gerðu gæfumuninn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann var helvíti ljúfur þessi sigur," sagði Steinar Þorsteinsson leikmaður ÍA eftir 3 - 2 sigur á Val í Bestu-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 Valur

„Við byrjuðum illa og vorum að fá bolta afturfyrir okkur. Svo skora þeir og eftir það fannst mér við bregðast mjög vel við og komast í 2-1."

Það var pirrandi að fá á sig þetta jöfnunamark er það ekki?

„Jú það var lélegt, ég á eftir að sjá þetta betur en mér fannst þetta helvíti slakt hjá okkur."

Svo fékkst þú færið í lokin eftir að Viktor gaf út á þig og skoraðir þetta gull af marki. Hvað varstu að hugsa?

„Ég var ekkert að hugsa, ég ákvað að sveifla löppinni. Ég var nýbúinn að fá krampa og var bara heppinn að ég dreif á markið."

Steinar frumsýndi í dag nýja bleika skó. Eitthvað sem Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var ekki heillaður yfir en gaf grænt ljós ef hann fengi svona mark.

„Ég fékk reyndar smá auga frá honum þegar ég mætti á fyrstu æfinguna í bleiku en ég er ánægður með að hafa skorað. Þeir eru flottir maður, hefurðu ekki séð þá, þeir eru geggjaðir."
Athugasemdir
banner