Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. júlí 2022 23:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 3. deild: Gekk gjörsamlega frá Vængjunum
Ásgeir Elíasson (KFS)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmaður elleftu umferðar í 3. deild - í boði Jako Sport er Ásgeir Elíasson.

Ásgeir er leikmaður KFS og hann skoraði fjögur mörk í 3-6 útisigri gegn Vængjum Júpíters fyrir tæpum þremur vikum síðan.

„Mér er alveg sama hvernig mörkin voru, leikmaðurinn skorar fjögur mörk í mjög þýðingarmiklum leik fyrir félagið sitt. Þetta voru risastór þrjú stig fyrir KFS á útivelli. Fyrsta fernan held ég í sumar í 2. eða 3. deild," sagði Óskar Smári Haraldsson í Ástríðunni.

„Hann gjörsamlega gengur frá Vængjunum eftir að þeir urðu einum manni færri og skorar þrjú mörk í lokin. Fyrsta markið hans er rosalega mikilvægt, eiginlega mikilvægasta markið í leiknum. Það var þriðja mark leiksins og minnkaði muninn í 2-1 í uppbótartíma fyrri hálfeiks. Hann byrjar endurkomuna og kláraði hana."

Ásgeir er fæddur árið 1998 og hefur skorað átta mörk í tíu leikjum í sumar.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Matthew Woo Ling (Dalvík/Reynir)
2. umferð - Ante Marcic (Kormákur/Hvöt)
3. umferð - Arnar Laufdal Arnarsson (Augnablik)
4. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (Víðir)
5. umferð - Robertas Freidgeimas (Sindri)
6. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
7. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
8. umferð - Ingvi Rafn Ingvarsson (Kormákur/Hvöt)
9. umferð - Nökkvi Egilsson (Augnablik)
10. umferð - Hermann Þór Ragnarsson (Sindri)
Ástríðan - 11. umferð - Tímabilið hálfnað en engar línur að skýrast
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner