Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 28. ágúst 2021 19:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel: Var farinn að fara með bænir
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: EPA
„Hvað varðar rauða spjaldið, þá þekki ég ekki reglurnar lengur," segir Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, eftir jafntefli við Liverpool þennan laugardaginn.

Chelsea var einum færri allan seinni hálfleikinn eftir að Reece James fékk boltann í höndina á marklínunni seint í fyrri hálfleik. Það var dæmt víti og rauða spjaldið fór á loft.

Hægt er að skoða myndband af atvikinu hérna.

„Þú verður að sætta þig við ákvörðunina. Kannski hefði hann breytt um skoðun ef hann hefði séð myndband ekki bara mynd," sagði Tuchel sem var stoltur af sínu liði.

„Mér finnst ekki gaman að því þegar rauð spjöld fara snemma á loft því það eyðileggur leikinn. Á endanum var þetta erfiður bardagi. Við sýndum mikla þrautseigju og áttum skilið að fá stig."

„Á síðustu fimm mínútunum var ég farinn að fara með bænir um að við myndum taka það sem áttum skilið. Við vorum mjög sterkir varnarlega í seinni hálfleik."
Athugasemdir
banner
banner
banner