Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. september 2022 16:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ef þau hringja ekki í hann þá þarf að rassamæla þau"
Lengjudeildin
Ejub Purisevic.
Ejub Purisevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson.
Alfreð Elías Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru ýmsar sögusagnir ræddar í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag en það er að koma vetur og þá fer ýmislegt að gerast í leikmanna- og þjálfaramálum á Íslandi.

Ein sagan sem var rædd í þættinum tengist þjálfarastarfinu hjá Grindavík, sem leikur í Lengjudeild karla.

Nýverið auglýsti Grindavík eftir nýjum yfirþjálfara fyrir yngri flokka en Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari meistaraflokks, hefur gegnt því starfi frá því hann mætti til Grindavíkur í fyrra.

Fyrr í þessum mánuði var sagt að ákvörðun yrði tekin með þjálfaramálin hjá Grindavík á fundi sem fer fram á morgun, 29. september.

„Grindavík var að auglýsa eftir nýjum yfirþjálfara. Ég veit ekki betur en að Alfreð Elías hafi verið í þessu starfi meðfram því að þjálfa meistaraflokk," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum.

„Það virðist vera að hann sé búinn að missa fulla starfið. Ef þeir ætla að halda honum áfram í meistaraflokknum þá þarf hann örugglega bara að finna dagvinnu."

Sögurnar eru þess efnis að það verði þjálfaraskipti í Grindavík.

„Þetta er skrýtin staða fyrir Alfreð Elías að vera í núna. Hann er þjálfarinn en er í limbói," sagði Elvar og bætti við:

„Sagan segir að Ejub Purisevic sé klár í að fara í þjálfun aftur hjá meistaraflokki, það sé hans vilji. Hann gerði kraftaverk í Ólafsvík þegar hann var þar."

„Það ætti að vera fyrsta símtal Grindavíkur. Ef þau hringja ekki í hann þá þarf að rassamæla þau sem eru að stýra þarna," sagði Tómas Þór Þórðarson og talaði um að Ejub myndi passa vel inn hjá Grindavík. Hann er líka með reynsluna í því að koma liði upp í efstu deild. Honum tókst að gera það þegar hann var þjálfari Víkings Ólafsvíkur þar sem hann náði ótrúlegum árangri um margra ára skeið.

„Öll lið sem eru að huga að þjálfarabreytingum eiga að vera með hann á blaði," sagði Elvar.

Síðustu ár hefur Ejub starfað sem þjálfari í yngri flokkum Stjörnunnar en hann er sagður hugsa sér það núna að taka aftur við meistaraflokksliði.
Útvarpsþátturinn - Stóru fréttirnar að norðan, landsliðin og bestir í Bestu
Athugasemdir
banner
banner
banner