Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   fim 28. september 2023 18:25
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið Víkings og FH: Víkingar hrista upp í liðinu
Víkingar gera fimm breytingar - FH tvær
watermark Þórður Ingason er í marki Víkinga
Þórður Ingason er í marki Víkinga
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Klukkan 19:15 verður flautað til leiks á heimavelli hamingjunnar í Víkinni viðreign Víkings og FH í 3.umferð efri hluta Bestu deildar karla.

Bæði lið koma særð til leiks eftir tap í síðustu umferð en Víkingar töpuðu gegn Breiðablik í síðustu umferð og FH fyrir Stjörnunni svo það má búast við hörku leik í kvöld þar sem bæði lið eru staðráðinn í að rétta sig af.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 FH

Víkingar þurfa þó ekki að stressa sig mikið enda búnir að tryggja sér sigur í deildinni en þeir gera fimm breytingar á liði sínu frá síðasta leik. Inn koma Þórður Ingason, Viktor Örlygur Andrason, Helgi Guðjónsson, Gísli Gottskálk Þórðarson og Davíð Örn Atlason fyrir Ingvar Jónsson, Oliver Ekroth, Pablo Punyed, Danijel Dejan Djuric og Aron Elís Þrándarson.

FH eru aftur á móti í hörku baráttu um að komast í Evrópu á næsta ári og þurfa á öllum þeim stigum sem völ er á til að tryggja sig þangað. FH gerir tvær breytingar á liði sínu en inn koma Ólafur Guðmundsson og Davíð Snær Jóhannsson fyrir Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Dani Hatakka.


Byrjunarlið Víkingur R.:
16. Þórður Ingason (m)
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Birnir Snær Ingason
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason

Byrjunarlið FH:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
4. Ólafur Guðmundsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Davíð Snær Jóhannsson
21. Grétar Snær Gunnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
34. Logi Hrafn Róbertsson
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 27 21 3 3 76 - 30 +46 66
2.    Valur 27 17 4 6 66 - 35 +31 55
3.    Stjarnan 27 14 4 9 55 - 29 +26 46
4.    Breiðablik 27 12 5 10 52 - 49 +3 41
5.    FH 27 12 4 11 49 - 54 -5 40
6.    KR 27 10 7 10 38 - 48 -10 37
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner