Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   fim 28. september 2023 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnús Már: Tveir sigrar og markatalan 5-1 í þessu nýja móti
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding fagnar sæti sínu í úrslitaleiknum.
Afturelding fagnar sæti sínu í úrslitaleiknum.
Mynd: Raggi Óla
Maggi á hliðarlínunni.
Maggi á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikil spenna fyrir leiknum, að sjálfsögðu. Maður finnur það í Mosfellsbæ að stuðningsmennirnir eru spenntir. Við höfum undirbúið okkur vel," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í viðtali við Fótbolta.net í dag.

Á laugardaginn spilar Afturelding til úrslita í umspilinu í Lengjudeildinni er liðið mætir Vestra á Laugardalsvelli.

„Tímabilið hefur verið frábært hjá okkur en við viljum meira. Síðasti leikurinn er á laugardag og við ætlum að klára það."

Afturelding var lengi vel í toppsæti Lengjudeildarinnar en liðið missti dampinn aðeins seinni hluta deildarinnar og endaði að lokum í öðru sæti. Mosfellingar unnu Leikni í undanúrslitunum og mæta núna Vestra í úrslitunum.

„Seinni hluti tímabilsins var skrítinn úrslitalega séð. Mér fannst við spila fína leiki og við áttum meira skilið, en fótboltinn er svona. Oft er þetta ekki alveg sanngjarnt. Ég vissi það að við gætum komist aftur á flug. Við lítum á þetta sem nýtt mót en við höfum unnið báða leikina í þessu móti og markatalan er 5-1. Við eigum einn leik eftir í þessu móti og við verðum að klára hann vel."

Nýtt fyrirkomulag
Þetta er nýtt fyrirkomulag í Lengjudeildinni en Afturelding væri komið upp í Bestu deildina í gamla fyrirkomulaginu. Hvað finnst Magga um þetta?

„Mér finnst þetta geggjað. Ég sagði fyrir mót að mér fyndist það alveg eins virði að prófa það. Ég held að það séu alltaf fleiri og fleiri að hrífast af þessari hugmynd. Þetta verður hörkuleikur á móti góðu liði," segir Maggi.

„Við erum búnir að ýta einni hindrun úr vegi og þurfum að klára Vestra til að fara alla leið."

Þetta verður stærsti leikurinn á þjálfaraferli Magga til þessa. Hvernig gengur að halda taugunum í góðu lagi?

„Bara þokkalega. Það er full einbeiting á að undirbúa leikinn. Það hefur gengið vel í vikunni, mjög vel. Maður er spenntur en ég sef alveg rólegur á næturnar. Það verður gaman að takast á við þetta fyrst og fremst, og gaman fyrir alla Mosfellinga. Þetta verður stór dagur fyrir bæjarfélagið."

Leikurinn hefur fengið gælunafnið '50 milljóna króna leikurinn' en búið er að reikna út að sigurliðið muni fá 50 milljónir aukalega í tekjur með því að komast upp. Er það aukin pressa?

„Nei, alls ekki. Ég held að það sé bara einhver leikur að tölum. Ég held að það sé ekki hægt að setja svoleiðis verðmiða á þetta. Ég og strákarnir erum ekki að fara að fá 50 milljónir í vasann ef við vinnum leikinn og ég er ekki svo viss um að félagið geri það heldur. Það eina sem skiptir máli er að spila þennan leik og okkur langar að gera það til að ná markmiði okkar, að fara í Bestu deildina."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner