Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fim 28. september 2023 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnús Már: Tveir sigrar og markatalan 5-1 í þessu nýja móti
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding fagnar sæti sínu í úrslitaleiknum.
Afturelding fagnar sæti sínu í úrslitaleiknum.
Mynd: Raggi Óla
Maggi á hliðarlínunni.
Maggi á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikil spenna fyrir leiknum, að sjálfsögðu. Maður finnur það í Mosfellsbæ að stuðningsmennirnir eru spenntir. Við höfum undirbúið okkur vel," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í viðtali við Fótbolta.net í dag.

Á laugardaginn spilar Afturelding til úrslita í umspilinu í Lengjudeildinni er liðið mætir Vestra á Laugardalsvelli.

„Tímabilið hefur verið frábært hjá okkur en við viljum meira. Síðasti leikurinn er á laugardag og við ætlum að klára það."

Afturelding var lengi vel í toppsæti Lengjudeildarinnar en liðið missti dampinn aðeins seinni hluta deildarinnar og endaði að lokum í öðru sæti. Mosfellingar unnu Leikni í undanúrslitunum og mæta núna Vestra í úrslitunum.

„Seinni hluti tímabilsins var skrítinn úrslitalega séð. Mér fannst við spila fína leiki og við áttum meira skilið, en fótboltinn er svona. Oft er þetta ekki alveg sanngjarnt. Ég vissi það að við gætum komist aftur á flug. Við lítum á þetta sem nýtt mót en við höfum unnið báða leikina í þessu móti og markatalan er 5-1. Við eigum einn leik eftir í þessu móti og við verðum að klára hann vel."

Nýtt fyrirkomulag
Þetta er nýtt fyrirkomulag í Lengjudeildinni en Afturelding væri komið upp í Bestu deildina í gamla fyrirkomulaginu. Hvað finnst Magga um þetta?

„Mér finnst þetta geggjað. Ég sagði fyrir mót að mér fyndist það alveg eins virði að prófa það. Ég held að það séu alltaf fleiri og fleiri að hrífast af þessari hugmynd. Þetta verður hörkuleikur á móti góðu liði," segir Maggi.

„Við erum búnir að ýta einni hindrun úr vegi og þurfum að klára Vestra til að fara alla leið."

Þetta verður stærsti leikurinn á þjálfaraferli Magga til þessa. Hvernig gengur að halda taugunum í góðu lagi?

„Bara þokkalega. Það er full einbeiting á að undirbúa leikinn. Það hefur gengið vel í vikunni, mjög vel. Maður er spenntur en ég sef alveg rólegur á næturnar. Það verður gaman að takast á við þetta fyrst og fremst, og gaman fyrir alla Mosfellinga. Þetta verður stór dagur fyrir bæjarfélagið."

Leikurinn hefur fengið gælunafnið '50 milljóna króna leikurinn' en búið er að reikna út að sigurliðið muni fá 50 milljónir aukalega í tekjur með því að komast upp. Er það aukin pressa?

„Nei, alls ekki. Ég held að það sé bara einhver leikur að tölum. Ég held að það sé ekki hægt að setja svoleiðis verðmiða á þetta. Ég og strákarnir erum ekki að fara að fá 50 milljónir í vasann ef við vinnum leikinn og ég er ekki svo viss um að félagið geri það heldur. Það eina sem skiptir máli er að spila þennan leik og okkur langar að gera það til að ná markmiði okkar, að fara í Bestu deildina."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner