Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   fim 28. september 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Nagelsmann gæti valið leikmann úr B-deildinni í landsliðið
Robert Glatzel á aðeins þrettán leiki í efstu deild
Robert Glatzel á aðeins þrettán leiki í efstu deild
Mynd: Getty Images
Þýski miðillinn BILD greinir frá því að Julian Nagelsmann, nýr þjálfari þýska landsliðsins, ætli að breyta leikkerfinu og spila með náttúrlegan framherja í leikjum liðsins.

Á síðustu árum hefur sárlega vantað náttúrlegan framherja í þýska landsliðið, en sá síðasti til að eigna sér það hlutverk var Miroslav Klose og eru nú komin níu ár síðan hann lagði landsliðsskóna á hilluna.

Nagelsmann tók við þýska liðinu á dögunum og er hann ákveðinn í að laga þetta vandamál, en fjórir kostir koma til greina samkvæmt BILD.

Maximilian Beier, leikmaður Hoffenheim, er ofarlega á blaði, en hann er þegar kominn með fjögur mörk í þýsku deildinni á þessu tímabili.

Beier er aðeins tvítugur en Nagelsmann mun einnig skoða eldri kosti eins og Kevin Behrens, 32 ára gamlan framherja Union Berlín og David Selke, 28 ára gamlan sóknarmann í Köln.

Áhugaverðasta nafnið á þessum lista er Robert Glatzel, leikmaður Hamburger SV í B-deildinni í Þýskalandi. Glatzel er 29 ára gamall og 193 sentímetri á hæð.

Reynsla hans í efstu deild er takmörkuð, en þar á hann aðeins 13 leiki að baki. Allir leikirnir voru með Mainz tímabilið 2020-2021, en annars hefur hann að mestu spilað í B-deildinni með Heidenheim og Kaiserslautern ásamt því að hafa tekið tvö tímabil með Cardiff í Championship-deildinni á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner