Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. nóvember 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Halldór Smári og Halldór Jón framlengja við Víking (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Smári Sigurðsson og Halldór Jón Sigurður Þórðarson eru búnir að framlengja samninga sína við Víking R. til næstu tveggja ára.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir félagið en Halldór Smári er næstleikjahæstur í sögu félagsins, með 348 meistaraflokksleiki að baki. Hann er aðeins þremur leikjum frá meti Magnúsar Þorvaldssonar og mun vafalítið bæta það.

Halldór Smári er 32 ára gamall miðvörður og spilaði 12 leiki í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Halldór Jón er sóknarsinnaður bakvörður sem spilaði 14 leiki í sumar, þar sem hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Hann er 24 ára gamall.

„Knattspyrnudeild Víkings er afar ánægð með endurnýjun samninga þeirra nafna og væntir mikils af þeim á komandi leiktímabilum," segir í yfirlýsingu frá Víkingi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner