Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 28. nóvember 2022 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aci Milisic spáir í Kamerún - Serbía
Aci fyrir miðju
Aci fyrir miðju
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það er spilað í G og H-riðli á HM í dag. Fyrsti leikur dagsins er viðureign Kamerún og Serbíu í G-riðli.

Bæði lið eru án stiga eftir fyrstu umferðina í riðlakeppninni. Serbía tapaði 2-0 gegn Brasilíu og Kamerún tapaði 1-0 gegn Sviss.

Í fyrsta leik byrjaði Aleksandar Mitrovic einn frammi hjá Serbíu, spurning hvort áhorfendur fái að sjá Dusan Vlahovic með honum frá byrjun í þessum leik.

Sérfræðingur Fótbolta.net um serbneska liðið er Aksentije Milisic. Aci spáir í þessa viðureign.

Kamerún 1 - 2 Serbía
Þetta verður hörkuleikur enda allt undir hjá báðum liðum sem töpuðu bæði í fyrstu umferð. Serbía er með betra lið en Kamerún verður sýnd veiði en ekki gefin.

Serbía kemst í tveggja marka forystu þar sem Aleksandar Mitrovic setur allavega eitt mark. Hann fékk litla þjónustu í leiknum gegn Brasilíu sem er kannski skiljanlegt en það verður annað uppi á teningnum í þessum leik. Kamerún nær að komast inn í leikinn og minnka muninn en það verður ekki nóg. Liðið mun pressa stíft að marki Serbanna undir lok leiks en allt kemur fyrir ekki og Serbía fer í úrslitaleik gegn Sviss um sæti í 16-liða úrslitum.
HM hringborðið - Betri er full krukka en tóm
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner