mán 28. nóvember 2022 15:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bento trylltur í leikslok - Verður í banni gegn sinni þjóð
Bento fær rauða spjaldið.
Bento fær rauða spjaldið.
Mynd: Getty Images
Paulo Bento, þjálfari Suður-Kóreu, þarf að sitja upp í stúku þegar liðið mætir Portúgal í lokaumferðinni í riðlakeppni HM.

Bento var trylltur í leikslok þegar Suður-Kórea tapaði gegn Gana núna rétt áðan.

Hann lét Anthony Taylor, enskan dómara leiksins, heyra það, hann var eitthvað ósáttur við hann. Hann vildi að hornspyrna yrði kláruð áður en flautað væri af. Taylor lyfti svo rauða spjaldinu og vísaði Bento af velli.

Bento verður því í banni þegar Suður-Kórea mætir Portúgal í lokaumferðinni en það er líklega mjög svekkjandi fyrir Bento þar sem hann er frá Portúgal og er fyrrum landsliðsþjálfari þar.

Suður-Kórea er með eitt stig og ekki er útilokað að liðið fari áfram í 16-liða úrslit.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner