
Byrjunarliðin í spennandi leik Úrugvæ og Portúgal eru komin inn.
Edinson Cavani sem skoraði tvö mörk gegn Portúgal á HM 2018 þegar Úrugvæ sló þá út úr keppni kemur inn í liðið í stað Luis Suarez. Þá kemur Sebastian Coates inn í varnarlínuna.
Portúgalska liðið er óbreytt frá sigrinum gegn Gana í fyrstu umferð. Liðið getur tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum með sigri í dag.
Úrugvæ þarf þá að vinna Gana í lokaumferðinni til að fylgja Portúgal í 16 liða úrslitin.
Úrugvæ: Rochet, Gimenez, Godin, Coates, Oliveira, Varela, Vecino, Bentancur, Valverde, Nunez, Cavani
Portúgal: Costa, Cancelo, Pepe, Dias, Mendes, Neves, Carvalho, Fernandes, Silva, Felix, Ronaldo
Athugasemdir