Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 28. nóvember 2022 22:03
Elvar Geir Magnússon
Öll stjórn Juventus segir af sér - Agnelli forseti þar á meðal
Félagið í rannsókn vegna fjársvika
Andrea Agnelli (annar frá vinstri) hefur sagt af sér ásamt allri stjórn félagsins.
Andrea Agnelli (annar frá vinstri) hefur sagt af sér ásamt allri stjórn félagsins.
Mynd: Getty Images
Það er allt á hvolfi hjá ítalska stórliðinu Juventus en forseti félagsins Andra Agnelli hefur sagt af sér ásamt allri stjórn félagsins, þar á meðal er Pavel Nedved.

Juventus hefur verið undir rannsókn vegna ásakana um svindl í bókhaldi og faldar greiðslur til leikmanna. Félagið tapaði 254 milljónum evra á síðasta ári en það er met á Ítalíu.

Ítalskir fjölmiðlar segja að Juventus hafi skrifað undir samninga við leikmenn um að gefa eftir laun í fjóra mánuði þegar Covid heimsfaraldurinn reið yfir.

Talið er að leikmennirnir hafi hinsvegar aðeins gefið eftir laun í einn mánuð, þeir hafi áfram fengið greitt 'í svörtu' og félagið því forðast skatta. Launareikningar hafi svo verið falsaðir til að láta líta út fyrir að bókhaldið væri í jafnvægi.

Ef þetta reynist rétt þá hafa yfirmenn félagsins gerst sekir um fjársvik.

Rannsókn á Juventus hófst þegar fullyrt var að Cristiano Ronaldo hefði verið með leynilegan samning við félagið og fengið launa- og bónusgreiðslur sem ekki voru gefnar upp.

Juventus hefur tilkynnt að ný stjórn verði skipuð þann 18. janúar á komandi ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner