Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 28. nóvember 2022 11:01
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu mörkin: Serbar skoruðu tvívegis í uppbótartíma fyrri hálfleiks
Sergej Milinkovic-Savic.
Sergej Milinkovic-Savic.
Mynd: Getty Images
Serbar leiða 2-1 í hálfleik gegn Kamerún í G-riðli en þetta er síðasti morgunleikurinn á HM í Katar. Bæði þessi lið töpuðu í fyrstu umferð.

Allt stefndi í að Kamerún færi inn í hálfleikinn með forystuna eftir mark Jean-Charles Castelletto af stuttu færi en í uppbótartíma fyrri hálfleiksins komu tvö mörk frá Serbum.

Á fyrstu mínútu uppbótartímans jafnaði Strahinja Pavlovic, miðvörður Red Bull Salzburg, með skalla eftir aukaspyrnu og tveimur mínútum síðar skoraði Sergej Milinkovic-Savic, leikmaður Lazio. Devis Epassy, markvörður Kamerún, átti klárlega að gera betur. Andre Onana hefði varið þetta skot.

Sjá einnig:
Onana hent úr hópnum hjá Kamerún

Frábær viðsnúningur Serba og spennandi seinni hálfleikur framundan.

HÁLFLEIKUR: Kamerún 1-2 Serbía
1-0 Jean Charles Castelletto ('29 )
1-1 Strahinja Pavlovic ('45 )
1-2 Sergej Milinkovic-Savic ('45 )


Athugasemdir
banner
banner
banner