Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. nóvember 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Southgate segir að Foden verði í stóru hlutverki
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands segir að Phil Foden muni gegna stóru hlutverki með liðinu á HM, þrátt fyrir að leikmaðurinn ungi hafi lítið fengið að spila á mótinu til þess.

Foden kom inn sem varamaður á 71. mínútu í 6-2 sigrinum gegn Íran og var svo ónotaður varamaður í markalausu jafntefli gegn Bandaríkjunum.

„Við elskum Phil, hann er stórkostlegur leikmaður. Hann mun spila stórt hlutverk fyrir okkur á mótinu," segir Southgate en margir botna ekkert í því af hverju Foden hefur ekki spilað meira.

Foden er með sjö mörk í fjórtán úrvalsdeildarleikjum með Manchester City á þessu tímabili.

„Phil hefur sýnt frábært hugarfar í allri sinni nálgun á mótinu og einnig á æfingum. Hann getur leyst mismunandi stöður í liðinu, spilað á öðrum hvorum vængnum eða sem fölsk nía af við kjósum það. Hann getur líka spilað fyrir aftan fremsta mann. Hann er mjög fjölhæfur og ógnar marki andstæðingana sem er líka mikilvægt," segir Southgate.

England mætir Wales í lokaumferð riðils síns á þriðjudaginn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner