Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 28. nóvember 2022 09:50
Elvar Geir Magnússon
„Tveir allra slöppustu menn þessa móts“
Eden Hazard.
Eden Hazard.
Mynd: Getty Images
„Það er skelfilega leiðinlegt að horfa á Belga, þetta er þvílíkur göngubolti og ekkert tempó," sagði Guðmundur Magnússon, sóknarmaður Fram, við HM hringborðið í gær.

Belgar töpuðu 0-2 fyrir Marokkóum í gær og mikið verið talað um að liðið sé orðið of gamalt.

„Þeir eru hægir, þungir og hugmyndasnauðir. Það var vont að horfa á þá," segir Sæbjörn Steinke og talaði meðal annars um hversu slakur Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, hefur verið í fyrstu leikjunum.

„Hann er bara búinn," segir Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram. „Hann og Gareth Bale (stjarna Wales) eru tveir allra slöppustu leikmenn þessa móts að mínu mati. Þeir eru klárlega mestu vonbrigðin, þetta eru tvær stórstjörnur. Þeir hafa valdið mér brjálæðislega miklum vonbrigðum."

Fleiri leikmenn Belga hafa ekki staðið undir væntingum.

„Þeir eru með einn mest skapandi leikmann í heimi en Kevin de Bruyne var aldrei líklegur til að búa eitthvað til. Það var enginn í kringum hann líklegur til að gera eitthvað," segir Óskar.

Þrátt fyrir slaka frammistöðu Belga er ljóst að þeir tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri gegn Króötum í lokaumferð riðlakeppninnar.
HM hringborðið - Betri er full krukka en tóm
Athugasemdir
banner
banner