Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mán 28. nóvember 2022 20:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Xavi um Gavi og Pedri: Þeir gera gæfumuninn

Gavi og Pedri miðjumenn Barcelona og spænska landsliðsins hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína á HM í Katar.


Gavi er aðeins 18 ára gamall en Pedri er tvítugur. Gavi skoraði eitt marka Spánar í 7-0 sigri liðsins á Kosta Ríka í fyrstu umferð.

Xavi stjórinn þeirra hjá Barcelona hrósar þeim í hástert.

„Gavi er leiðtogi, hann sýnir gæði hvar sem er, hann er einstakur. Pedri er með undursamlega tækni, þeir gera gæfumuninni hjá okkur og með landsliðinu," sagði Xavi.


Athugasemdir
banner