Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   þri 28. nóvember 2023 17:00
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Sandra María á æfingu Íslands í dag.
Sandra María á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sandra María Jensen sneri aftur í landsliðið í september þegar liðið vann Wales heima á Íslandi. Hún hefur síðan þá átt fast sæti í byrjunarliðinu og er komin til Cardiff í Wales þar sem liðin mætast í seinni leiknum á föstudagskvöldið.

„Ég átti smá hlé frá landsliðinu eftir að ég eignaðist dóttur mína og var að koma til baka eftir það. Ég er rosalega stolt af því að vera kominn á þann stað sem ég er núna," sagði Sandra María við Fótbolta.net.

„Ég sé samt ennþá rúm til bætinga, ég get orðið ennþá betri. Ég er þakklát að vera í þessum hóp, það er rosalega mikið af góðum leikmönnum. Það hefur hjálpað mér mjög mikið að finna traustið frá leikmönnum og þjálfurum. Ég er alltaf spennt að koma í hvert verkefni og það er alltaf gaman."

Ísland vann fyrri leikinn gegn Wales heima 1-0. En hvernig leik fáum við núna?

„Þetta verður mjög erfiður leikur. Wales er með mjög gott lið. Þær eru langflestar að spila í enska boltanum og deildin þar er ein sú besta í heimi. Það má alls ekki vanmeta þær. Við þurfum bara að sýna okkar einkenni og alvöru íslenska geðveiki ef ég má orða það þannig. Það er allt innií þessu og við ætlum í þennan leik til að vinna og halda okkur í umspili fyrir A-deildina."

Íslenska liðið var gagnrýnt fyrir spilamennskuna eftir fyrri leikinn en fékk svo meira hrós í leikjunum í október fyrir framfarir.

„Við ætlum að taka eitt skref fram á við og mér fannst hafa verið stígandi milli verkefna í Þjóðadeildinni. Við þurfum að halda áfram að gera það og auðvitað erum við glaðar að við séum að fara í rétta átt," sagði Sandra María.

„Við þurfum samt að vilja gera ennþá meira og það er klárlega markmiðið. Við áttum ekki okkar besta leik á móti Wales en vorum samt ekki lélegar, við unnum leikinn og unnum sterkt lið í leik þar sem við spiluðum mjög þéttan og góðan varnarleik. Við þurfum að bæta okkur með boltann og erum búnar að gera það í síðustu verkefnum.Ég er viss um að við munum tengja frammistöðuna og ná góðum úrslitum á föstudaginn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner