Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
   þri 28. nóvember 2023 17:00
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Sandra María á æfingu Íslands í dag.
Sandra María á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sandra María Jensen sneri aftur í landsliðið í september þegar liðið vann Wales heima á Íslandi. Hún hefur síðan þá átt fast sæti í byrjunarliðinu og er komin til Cardiff í Wales þar sem liðin mætast í seinni leiknum á föstudagskvöldið.

„Ég átti smá hlé frá landsliðinu eftir að ég eignaðist dóttur mína og var að koma til baka eftir það. Ég er rosalega stolt af því að vera kominn á þann stað sem ég er núna," sagði Sandra María við Fótbolta.net.

„Ég sé samt ennþá rúm til bætinga, ég get orðið ennþá betri. Ég er þakklát að vera í þessum hóp, það er rosalega mikið af góðum leikmönnum. Það hefur hjálpað mér mjög mikið að finna traustið frá leikmönnum og þjálfurum. Ég er alltaf spennt að koma í hvert verkefni og það er alltaf gaman."

Ísland vann fyrri leikinn gegn Wales heima 1-0. En hvernig leik fáum við núna?

„Þetta verður mjög erfiður leikur. Wales er með mjög gott lið. Þær eru langflestar að spila í enska boltanum og deildin þar er ein sú besta í heimi. Það má alls ekki vanmeta þær. Við þurfum bara að sýna okkar einkenni og alvöru íslenska geðveiki ef ég má orða það þannig. Það er allt innií þessu og við ætlum í þennan leik til að vinna og halda okkur í umspili fyrir A-deildina."

Íslenska liðið var gagnrýnt fyrir spilamennskuna eftir fyrri leikinn en fékk svo meira hrós í leikjunum í október fyrir framfarir.

„Við ætlum að taka eitt skref fram á við og mér fannst hafa verið stígandi milli verkefna í Þjóðadeildinni. Við þurfum að halda áfram að gera það og auðvitað erum við glaðar að við séum að fara í rétta átt," sagði Sandra María.

„Við þurfum samt að vilja gera ennþá meira og það er klárlega markmiðið. Við áttum ekki okkar besta leik á móti Wales en vorum samt ekki lélegar, við unnum leikinn og unnum sterkt lið í leik þar sem við spiluðum mjög þéttan og góðan varnarleik. Við þurfum að bæta okkur með boltann og erum búnar að gera það í síðustu verkefnum.Ég er viss um að við munum tengja frammistöðuna og ná góðum úrslitum á föstudaginn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner