Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   fim 28. nóvember 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Neitaði að taka í hönd Rússans
Trubin í leik með úkraínska landsliðinu
Trubin í leik með úkraínska landsliðinu
Mynd: EPA
Aleksandr Golovin
Aleksandr Golovin
Mynd: Getty Images
Úkraínski markvörðurinn Anatoliy Trubin, sem er á mála hjá Benfica, neitaði að taka í hönd rússneska leikmannsins Aleksandr Golovin fyrir leik Benfica gegn Mónakó í Meistaradeildinni í gær.

Ástæaðn er innrás Rússlands inn í Úkraínu í febrúar árið 2022.

Blóðugt stríð hefur geisað og er talið að yfir 10 þúsund óbreyttir borgarar hafi látið lífið og tuttugu þúsund særst.

Í febrúar sagði Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, að tala látinna hermanna væru rúmlega þrjátíu þúsund, en talið er að talan sé töluvert hærri. Þá er talið að yfir 70 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu.

Trubin, sem er landsliðsmaður Úkraínu, mætti rússneska leikmanninum Golovin í Meistaradeildinni í gær, en neitaði að taka í hönd hans.

Golovin og margir liðsfélagar hans í rússneska landsliðinu hafa ekki fordæmt ákvörðun Vladimir Pútíns, forseta Rússland, um að ráðast inn í Úkraínu, hvorki í viðtölum né á samfélagsmiðlum.


Athugasemdir
banner
banner
banner