Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   mán 29. mars 2021 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
„Ekki fyrsta liðið í Íslandssögunni með einhver skyldmenni innan liðsins"
Icelandair
Davíð og aðstoðarmennirnir tveir
Davíð og aðstoðarmennirnir tveir
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fótbolti er þannig að það er allt geranlegt ,við förum inn í leikinn með sigur hugarfar og gerum okkar allra besta í þessum leik," sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net í kvöld.

Tveir dagar eru í lokaleik íslenska liðsins í riðlinum og þarf Ísland að vinna leikinn og treysta á sigur Dana gegn Rússum til að eiga möguleika á sæti í 8-liða úrslitum.

Í morgun voru þeir Ísak Bergmann Jóhannesson, Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Willum Þór Willumsson kallaðir upp í A-landsliðið. Ertu ánægður fyrir þeirra hönd?

„Innilega. Markmiðið er að koma leikmönnum áfram í A-landsliðið, hjálpa þeim að taka síðasta skrefið. Það að leikmenn fái kallið upp í A-landsliðið eru bara frábærar fréttir."

„Auðvitað er alltaf eftirsjá í góðum leikmönnum en við erum með góða leikmenn á staðnum ennþá, við vissum að þetta gæti komið upp og ég óska strákunum alls hins besta."


Finnst þér þetta vera fjórir bestu leikmenn liðsins?

„Ég ætla ekki að vera kommenta á það, þetta eru leikmenn sem eru búnir að spila mikið og eru búnir að standa sig hrikalega vel, eins og margir aðrir."

Veistu þú af hverju Mikael Neville Anderson er ekki einn af þessum fjórum?

„Arnar [Þór Viðarsson] velur liðið og stundum er maður valinn og stundum ekki. Ég held að svarið sé ekki flóknara en það."

Fréttaritari hefur orðið var við umræðu um náin tengsl milli leikmanna og þjálfara, að það sé óheppilegt. Jörundur Áki Sveinsson er stjúpfaðir Róberts Orra Þorkelssonar og Þórður Þórðarson er faðir Stefáns Teit. Doddi og Jöri eru aðstoðarmenn Davíðs. Finnst honum þessi staða óheppileg?

„Ég held að við séum ekki fyrsta liðið í Íslandssögunni sem er með einhver skyldmenni innan liðsins, þannig nei, það er ekkert óheppilegt."

Þeir eru alveg nógu góðir til að vera í þessum hóp?

„Þeir voru í þessum hóp fyrir og þeir eiga svo sannarlega skilið að vera hérna," sagði Davíð.
Athugasemdir
banner