Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 29. mars 2021 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
„Ekki fyrsta liðið í Íslandssögunni með einhver skyldmenni innan liðsins"
Icelandair
Davíð og aðstoðarmennirnir tveir
Davíð og aðstoðarmennirnir tveir
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fótbolti er þannig að það er allt geranlegt ,við förum inn í leikinn með sigur hugarfar og gerum okkar allra besta í þessum leik," sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net í kvöld.

Tveir dagar eru í lokaleik íslenska liðsins í riðlinum og þarf Ísland að vinna leikinn og treysta á sigur Dana gegn Rússum til að eiga möguleika á sæti í 8-liða úrslitum.

Í morgun voru þeir Ísak Bergmann Jóhannesson, Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Willum Þór Willumsson kallaðir upp í A-landsliðið. Ertu ánægður fyrir þeirra hönd?

„Innilega. Markmiðið er að koma leikmönnum áfram í A-landsliðið, hjálpa þeim að taka síðasta skrefið. Það að leikmenn fái kallið upp í A-landsliðið eru bara frábærar fréttir."

„Auðvitað er alltaf eftirsjá í góðum leikmönnum en við erum með góða leikmenn á staðnum ennþá, við vissum að þetta gæti komið upp og ég óska strákunum alls hins besta."


Finnst þér þetta vera fjórir bestu leikmenn liðsins?

„Ég ætla ekki að vera kommenta á það, þetta eru leikmenn sem eru búnir að spila mikið og eru búnir að standa sig hrikalega vel, eins og margir aðrir."

Veistu þú af hverju Mikael Neville Anderson er ekki einn af þessum fjórum?

„Arnar [Þór Viðarsson] velur liðið og stundum er maður valinn og stundum ekki. Ég held að svarið sé ekki flóknara en það."

Fréttaritari hefur orðið var við umræðu um náin tengsl milli leikmanna og þjálfara, að það sé óheppilegt. Jörundur Áki Sveinsson er stjúpfaðir Róberts Orra Þorkelssonar og Þórður Þórðarson er faðir Stefáns Teit. Doddi og Jöri eru aðstoðarmenn Davíðs. Finnst honum þessi staða óheppileg?

„Ég held að við séum ekki fyrsta liðið í Íslandssögunni sem er með einhver skyldmenni innan liðsins, þannig nei, það er ekkert óheppilegt."

Þeir eru alveg nógu góðir til að vera í þessum hóp?

„Þeir voru í þessum hóp fyrir og þeir eiga svo sannarlega skilið að vera hérna," sagði Davíð.
Athugasemdir
banner