Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. mars 2023 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Með það að markmiði að meiða leikmenn Arsenal"
Rodri
Rodri
Mynd: Getty Images

Kieran Tierney var í byrjunarliði skoska landsliðsins gegn því spænska í undankeppni EM 2024 í gær. Hann lék vinstra megin í miðverði í þriggja hafsenta kerfi.


Hann átti stóran þátt í seinna marki Scott McTominay í 2-0 sigri en McTominay skoraði einnig fyrra markið sem Andy Robertson lagði upp.

Tierney hefur ekki átt fast sæti í toppliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í einum af síðustu 11 leikjum.

Hann þurfti að fara meiddur af velli þegar skammt var til leiksloka í gær eftir að Rodri, miðjumaður Manchester City tæklaði hann.

Rodri tók einnig illa á Martin Ödegaard miðjumanni Arsenal og norska landsliðsins á dögunum þegar hann tæklaði hann innan vítateigs en Ödegaard var allt annað en sáttur með að fá ekki vítaspyrnu þá.

Stuðningsmenn Arsenal höfðu sitt að segja um Rodri.


Athugasemdir
banner
banner
banner