Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
   mið 29. mars 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Paratici þarf að stíga til hliðar hjá Tottenham
Fabio Paratici.
Fabio Paratici.
Mynd: Getty Images
Fabio Paratici þarf að stíga til hliðar úr starfi sínu hjá Tottenham þar sem hann er yfirmaður fótboltamála. Paratici var dæmdur í 30 mánaða bann frá afskiptum af ítölskum fótbolta en FIFA hefur nú víkkað bannið út í heimsfótboltann allan.

Paratici fékk bannið vegna afskipta sinna af fjármálabraski hjá ítalska félaginu Juventus þar sem hann starfaði áður. Félagið er sakað um alvarleg fjársvik og 15 stig voru dregin af liðinu.

Paratici tók til starfa hjá Tottenham 2021 en fjöldi stjórnenda Juventus, núverandi og fyrrverandi, voru settir í bann.

Paratici hefur áfrýjað banninu en það er sett á þegar Tottenham er í leit að stjóra í stað Antonio Conte sem lét af störfum á dögunum. Bannið kemur á versta tíma því Tottenham er einnig að skipuleggja hvað félagið ætlar að gera á leikmannamarkaðnum í sumar.

Grétar Rafn Steinsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands, starfar hjá Tottenham en Paratici er yfirmaður hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner