Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV í Pepsi-deildinni, var að vonum sáttur með 5-1 sigur liðsins á Þrótturum í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í dag.
,,Aðalatriðið var að vera áfram í hattinum og við erum þar. Þetta geta oft verið erfiðir leikir, svona eins og þetta var í dag," sagði Hermann.
,,Sérstaklega eftir að þeir komast í 1-1, þá fá þeir vítamínssprautu þangað til að við skorum þá breytir það leiknum aftur, það var svolítið rothögg fyrir þá þar sem þeir höfðu veirð betri aðilinn í korter eða tuttugu mínútur."
,,Þróttararnir voru búnir að hlaupa eins og brjálæðingar og búnir að leggja mikið á sig þannig þeir voru orðnir þreyttir og þá ákvað ég að setja tvo ferska inn á sem gerði kannski gæfumuninn."
Gunnar Már Guðmundsson kom inn á og skoraði tvö mörk ásamt því að leggja upp eitt og gæti Hermann því íhugað að nota hann hreinlega sem varamann áfram ef hann spilar svona.
,,Þetta gekk fínt, ég þarf að íhuga þetta. Það er alveg á hreinu," sagði hann ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























