Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   mið 29. júní 2022 21:55
Brynjar Ingi Erluson
Amber: Við vorum óheppnar
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Amber Kristin Michel í leik með Stólunum
Amber Kristin Michel í leik með Stólunum
Mynd: Hrefna Morthens
Amber Kristin Michel, markvörður Tindastóls, hafði í nógu að snúast í 1-1 jafntefli liðsins gegn toppliði FH í Lengjudeild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Tindastóll

Bandaríski markvörðurinn þurfti að taka á stóra sínum gegn FH-ingum. Hugrún Pálsdóttir náði forystunni í leiknum og var jafnvel nálægt því að bæta við öðru á meðan Amber reyndi að halda rammanum lokuðum hinum megin á vellinum.

Hún átti nokkrar frábærar vörslur í leiknum og hélt Stólunum á lífi en gat ekki komið í veg fyrir jöfnunarmarkið á 83. mínútu er Telma Hjaltalín Þrastardóttir átti skot af varnarmanni og í netið.

„Við komum hingað vitandi það að þetta yrði áskorun og mér fannst bæði lið mæta til leiks af krafti og því miður endaði þetta með jafntefli. Við vorum óheppnar með þetta mark en bæði lið börðust og það var nóg af færum og því endaði þetta 1-1," sagði Amber.

„Við vitum að FH er erfiður mótherji og við erum að berjast um toppsætið en liðið okkar gerði frábærlega í dag og allir lögðu sig hundrað prósent fram. Ég er svo stolt af liðinu og við fengum stig og ætlum að taka það með okkur í næstu leiki."

Amber var hógvær í viðtalinu og vildi ekki einblína á eigin frammistöðu og hrósaði öllu liðinu fyrir stigið sem fékkst í dag.

„Ég er svo stolt af vörninni. Þær voru að henda sér í tæklingar og allt liðið lagði sig fram. Jafntefli er sanngjörn niðurstaða í dag."

„Við tökum stigið. Við vildum þrjú en við tökum stigið og höldum áfram og verðum klárar fyrir seinni hluta tímabilsins," sagði Amber við Fótbolta.net en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir