banner
   fös 29. júlí 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laporte verður fjarri góðu gamni á morgun
Snýr ekki aftur fyrr en í september
Laporte í leik með City.
Laporte í leik með City.
Mynd: EPA
Miðvörðurinn Aymeric Laporte mun missa af fyrstu vikum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Tímabilið hefst formlega á morgun þegar City spilar við Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Laporte verður ekki með í þeim leik.

Miðvörðurinn öflugi gekkst undir aðgerð á hné á dögunum og verður hann frá í að minnsta kosti mánuð. „Hann þarf tíma til að jafna sig," segir Pep Guardiola, stjóri Man City.

Guardiola býst við að Laporte muni snúa aftur til leiks einhvern tímann í september.

Laporte, sem er 28 ára, spilaði 44 leiki í öllum keppnum þegar City varð Englandsmeistari á síðustu leiktíð.

Guardiola er með Ruben Dias, John Stones og Nathan Ake sem möguleika í miðvarðarstöðurnar á meðan Laporte er meiddur. Hinn 18 ára gamli Luke Mbete er líka möguleiki.
Athugasemdir
banner
banner