
„Það er alltaf erfitt að koma til Vestmannaeyja og við vissum að þetta yrði mikill fightingur og við yrðum að vera ofan á í baráttu til að eiga séns á að vinna þennan leik. Mér finnst við hafa gert það mjög vel í dag sem og sýndum gæði á vellinum og tókum þetta sannfærandi," sagði Bryndís Arna Níelsdóttir leikmaður Vals eftir 1 - 7 sigur á ÍBV í dag.
Lestu um leikinn: ÍBV 1 - 7 Valur
„Mér fannst við byrja leikinn vel sem hefur vantað, en heilt yfir fannst mér við solid," sagði hún.
Bryndís Arna gerði heiðarlega tilraun til að skora mark sumarsins þegar hún tók Zidane snúning úti á velli þríhyrningsspil og skaut framhjá.
„Boltinn var aðeins að fara frá mér svo ég ákvað að taka snúninginn, svo var þríhyrningur við Þórdísi og svekkjandi að ná ekki að setja hann þarna, það hefði verði mjög gott," sagði Bryndís Arna.
Nánar er rætt við Bryndísi Örnu í spilaranum að ofan en hún ræðir meðal annars liðsstyrkinn sem Valur fékk í glugganum.
„Við höfum fengið fimm gæða leikmenn, þetta eru stór nöfn og að hafa svona góðan hóp er mjög mikilvægt. Við erum að fara í mikið leikjaálag og núna er komin samkeppni. Ég held bara áfram að gera mitt og einbeiti mér að því."