Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var að vonum súr eftir að í ljós kom að FH spili ekki í Evrópukeppni að ári en það er í fyrsta skipti sem að það gerist í 14 ár.
„Við spiluðum bara ekki nógu vel stóran hluta sumars og því fór sem fór. Við þurfum bara að bíta í það súra epli að enda í fimmta sæti og ná ekki Evrópusæti. En maður lærir mest í mótlæti og við þurfum að læra af þessu tímabili." sagði Davíð eftir leik.
„Við spiluðum bara ekki nógu vel stóran hluta sumars og því fór sem fór. Við þurfum bara að bíta í það súra epli að enda í fimmta sæti og ná ekki Evrópusæti. En maður lærir mest í mótlæti og við þurfum að læra af þessu tímabili." sagði Davíð eftir leik.
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 1 FH
Davíð Þór og félagar hans í FH unnu góðan 1-0 sigur á Stjörnunni á Samsung vellinum í dag en þar sem að KR vann 3-2 sigur á Víking R. dugði það ekki til.
„Við fengum of mikið af mörkum á okkur og vörðumst ekki nógu vel sem lið. Við áttum í miklum vandræðum með föst leikatriði lengstan hluta móts. Við þurfum að laga nokkra hluti fyrir næsta ár og höfum nú nokkra mánuði til þess." sagði Davíð aðspurður hvað betur mætti fara hjá liðinu.
Það er ekkert leyndarmál að tímabilið er búið að vera vonbrigði fyrir FH en eins og fyrr segir er þetta í fyrsta skipti í 14 ár sem að liðið kemst ekki í Evrópukeppni. Davíð býst samt sem áður ekki við miklum breytingum innan félagsins.
„Það verða alltaf einhverjar breytingar leikmannalega séð þar sem að einhverjir eru á láni og aðrir búnir með samninginn sinn. Það verður svo bara fyrir þá uppá skrifstofu að ákveða það." sagði Davíð.
Nánar er rætt við Davíð Þór í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir