Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 29. september 2020 20:31
Anton Freyr Jónsson
Gunni Guðmunds um rauða spjaldið: Gulli gerði liðinu engan greiða
Lengjudeildin
Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar
Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður auðvitað ekki vel, eftir svona tapleik þá er maður svekktur fyrst og fremst." sagði Gunnar Guðmundsson svekktur eftir 1-0 tapið á móti Magna í kvöld

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 Magni

Alexander Ívan Bjarnason kemur Magnamönnum yfir eftir nokkrar sekúndur en Þróttarar byrjuðu á móti sterkri sól

„Það getur vel verið að það hafi áhrif, þaðleit það þannig út að markmaðurinn blindaðist en línan var líka að falla alltof snemma niður það voru líka ákveðin mistök í því."

Tvö vafaatriði voru um miðjan síðari hálfleiks þegar Lárus Björnsson lyfti boltanum fyrir úr hornspyrnu og markmaður Magna grípur boltann og tveir Þróttarar keyra inn í hann og missir boltann og Þróttarar setja boltann í netið og Erlendur dæmir markið af og Gunnlaugur Hlynur tryllist og æðir í Freyþór Hrafn og fæ fyrir það beint rautt spjald. Hvernig horfði þetta við Gunnari.


„Ég sé ekki hvað gerist afhverju menn verða reiðir þarna, en Gulli (Gunnlaugur Hlynur) á náttúrulega aldrei að gera þetta og hann bregst kolrangt við og menn verða að halda haus í svona stöðum og láta ekki skapið hlaupa með sig í gunur þannig það var ekki skynsamlegt hjá Gulla og gerði liðinu engan greiða að láta reka sig útaf."

„Liðið sýndi allaveganna karakter og hélt áfram að berjast og mér fannst við gefa vel í þó við erum einum færri. Síðan undir blálokin þá er klárt brot á Dion inn í vítateig þannig mér fannst svekkjandi að menn skyldu ekki hafa þor til að dæma víti þar, því þetta var alveg augljóst."

Framundan er rosalega fallbarátta fram á síðasta leik en Þróttur Reykjavík,Magni og Leiknir F eru öll með 12 stig á botni deildarinnar.

„Já ég sé ekki annað en að þetta verði barátta framá síðasta leik. Þrír leikir eftir og við þurfum bara að fara upp með hausinn og horfa framávið og reyna að taka eitthvað út úr þessum síðustu leikjum"

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner