Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   þri 29. september 2020 20:31
Anton Freyr Jónsson
Gunni Guðmunds um rauða spjaldið: Gulli gerði liðinu engan greiða
Lengjudeildin
Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar
Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður auðvitað ekki vel, eftir svona tapleik þá er maður svekktur fyrst og fremst." sagði Gunnar Guðmundsson svekktur eftir 1-0 tapið á móti Magna í kvöld

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 Magni

Alexander Ívan Bjarnason kemur Magnamönnum yfir eftir nokkrar sekúndur en Þróttarar byrjuðu á móti sterkri sól

„Það getur vel verið að það hafi áhrif, þaðleit það þannig út að markmaðurinn blindaðist en línan var líka að falla alltof snemma niður það voru líka ákveðin mistök í því."

Tvö vafaatriði voru um miðjan síðari hálfleiks þegar Lárus Björnsson lyfti boltanum fyrir úr hornspyrnu og markmaður Magna grípur boltann og tveir Þróttarar keyra inn í hann og missir boltann og Þróttarar setja boltann í netið og Erlendur dæmir markið af og Gunnlaugur Hlynur tryllist og æðir í Freyþór Hrafn og fæ fyrir það beint rautt spjald. Hvernig horfði þetta við Gunnari.


„Ég sé ekki hvað gerist afhverju menn verða reiðir þarna, en Gulli (Gunnlaugur Hlynur) á náttúrulega aldrei að gera þetta og hann bregst kolrangt við og menn verða að halda haus í svona stöðum og láta ekki skapið hlaupa með sig í gunur þannig það var ekki skynsamlegt hjá Gulla og gerði liðinu engan greiða að láta reka sig útaf."

„Liðið sýndi allaveganna karakter og hélt áfram að berjast og mér fannst við gefa vel í þó við erum einum færri. Síðan undir blálokin þá er klárt brot á Dion inn í vítateig þannig mér fannst svekkjandi að menn skyldu ekki hafa þor til að dæma víti þar, því þetta var alveg augljóst."

Framundan er rosalega fallbarátta fram á síðasta leik en Þróttur Reykjavík,Magni og Leiknir F eru öll með 12 stig á botni deildarinnar.

„Já ég sé ekki annað en að þetta verði barátta framá síðasta leik. Þrír leikir eftir og við þurfum bara að fara upp með hausinn og horfa framávið og reyna að taka eitthvað út úr þessum síðustu leikjum"

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner