Víðir Garði vann frækinn 2-1 sigur á KFG í úrslitum Fótbolti.net bikarsins eftir að hafa lent 1-0 undir. Tómas Leó jafnaði leikinn úr vítaspyrnu og á 88. mínútu skoraði Elís Már Gunnarsson sigurmark leiksins. Elís mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Víðir 2 - 1 KFG
„Mér líður ekkert eðlilega vel. Þetta var svakalegt.
Ég var að fá krampa á sprettinum og ég rétt svo náði að renna mér í boltann. Ég stóð upp og vissi ekki hvað ég átti að gera, hljóp eins og ég veit ekki hvað."
Elís er ánægður með nýju bikarkeppnina
„Þetta er geggjuð keppni, að fá að koma hingað og spila er geðveikt. Tímabilið er nánast búin hjá okkur þegar það eru tveir-þrír leikir eftir. Yfirleitt erfitt að klára þessa 3 leiki sem eru eftir en við eigum þessa leiki eftir í restina."
Elís var spurður hvort liðið myndi fara snemma á koddann í kvöld
„Ekki allir, ekki allir það er bara svoleiðis maður verður að fagna þessu", sagði Elís og hló.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir