Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
Andri Lucas: Fannst þetta mjög furðulegt allt saman
Sverrir Ingi: Dómgæslan yfirleitt ekki með Íslendingum í liði
Jói Berg: Fannst það ótrúlegt og ég sagði það við hann
Arnór Ingvi: Mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara
Hákon Rafn: Það voru kannski stóru mistökin
„Hausinn kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi"
Halldór Snær: Horfi í leið Hákonar og er mjög spenntur að vinna með Óskari
Júlíus Mar: Ætla gera mitt allra besta til að koma KR á toppinn
Erfitt að spila eftir fráfall vinar síns - „Virkilega erfitt að skilja þetta"
Stefán Teitur: Man ekki eftir svona stjórnun hér í langan tíma
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Jóhann Berg: Með því betra sem við höfum séð á Laugardalsvelli í mörg ár
Arnór Ingvi: Það voru vel valin orð
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
   sun 29. september 2024 20:10
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vorum betra liðið í dag, bara eins og í síðasta leik en við fáum ekkert fyrir það. Við þurfum að nýta þessi færi sem við fáum en við gerðum það ekki í dag." Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir að liðið hans tapaði fyrir KA 3-1 í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  3 KA

„KA menn fá ekki mörg færi, mér finnst ég vera að segja alltaf sömu söguna, en það er bara staðreyndin. Við spiluðum bara vel í dag, og vorum aggressívir og sköpuðum okkur fullt af möguleikum, fín færi. Síðan er okkur bara refsað, annað og þriðja markið, okkur er bara refsað grimmilega. Þegar við erum að sækja, þeir bara skyndi 'breika' á okkur. Við eigum samt að gera betur í öllum þessum mörkum. Mark eftir 30 sekúndur á okkur, við brugðumst vel við því. Við áttum allan fyrri hálfleik og alla leið kannski fram að 3-1 markinu, fannst mér við eiga þennan leik. En við fáum ekkert stig fyrir það, og það er leiðinlegt."

Þetta hefur verið saga Fylkis í sumar, þar sem menn tala um að þeir hafi spilað vel, en þeir ná ekki í nein stig. 

„Þetta er náttúrulega bara hundleiðinlegt. En maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna alltaf. Vonandi náum við bara að fara með aðra tuggu í næstu þrem leikjum. Það er auðvitað markmiðið okkar, við erum í þessu ennþá og við verðum að hafa trú á þessu. Það er það eina sem gildir í þessu, við verðum að spila eins og við erum búnir að vera gera og nýta færin okkar betur. Ef við spilum svona áfram, þá eigum við betri möguleika á að vinna leikina. Nú er bara HK næsta sunnudag og það er bara dauði eða djöfull."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir