Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 29. október 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ranieri að vinna annað kraftaverk?
Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri.
Mynd: Getty Images
„Maður veit eiginlega ekki hvað er í gangi hjá Sampdoria," sagði Björn Már Ólafsson í nýjasta þætti hlaðvarps síns um ítalska fótboltann.

„Það er eins og Claudio Ranieri sé að vinna annað kraftaverk sitt á nokkrum árum. Hann tók við Sampdoria þegar liðið var í skítnum í fyrra, á botninum sigurlausir eftir sjö leiki. Hann hélt þeim uppi nokkuð örugglega með takmörkuð gæði í leikmannahópnum. Núna hefur liðið farið gríðarlega vel af stað."

Ranieri var auðvitað stjóri Leicester þegar liðið vann Englandsmeistaratitilinn gríðarlega óvænt árið 2016. Það er eitt stærsta afrek fótboltasögunnar.

Sampdoria er í sjöunda sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með níu stig eftir fimm leiki, fjórum stigum frá toppnum. Liðið lagði sterkt lið Atalanta að velli í síðasta leik, á útivelli 1-3.

„Að sjálfsögðu var það okkar maður, Fabio Quagliarella, sem skoraði fyrsta markið. Það var geggjað skyndisóknarmark, hann slúttar einn gegn markverði með því að þruma upp í nærskeytin. Þrumur upp í nærskeytin eru uppáhalds afgreiðslurnar mínar."

Björn segir frá því að í liði Sampdoria sé tvítugur Dani, Mikkel Damsgaard, sem hafi litið mjög vel út í undanförnum leikjum. „Þetta er einhver sem við ættum að fylgjast með."

Hér að neðan má sjá hlusta á þáttinn í heild sinni.
Ítalski boltinn - Afskorið svínshöfuð og ljót skilaboð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner