Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
   lau 29. október 2022 17:01
Baldvin Már Borgarsson
Óskar Hrafn: Vilt ekki hafa þrjár blaðsíður um mann að bursta tennurnar
Óskar Hrafn með skjöldinn eftir leikinn í dag.
Óskar Hrafn með skjöldinn eftir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks var eðlilega sáttur að leikslokum þar sem hans lið vann Víkinga í lokaleik Bestu deildarinnar og lyfti skyldinum í fyrsta sinn í sögunni.

Óskar fór yfir víðan völl í viðtalinu og staðfesti meðal annars sögusagnir síðustu daga ásamt því að fara yfir fyrirkomulag deildarinnar sem var gagnrýnt af mörgum undanfarið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Víkingur R.

„Hún er bara virkilega góð, ekkert eitthvað sem að maður var búinn að spá í hvernig væri, en þetta er öflug stund. Nú hugsar maður bara hvernig maður getur sótt þennan skjöld aftur, það verður verkefni vetrarins að undirbúa aðra sókn á þennan skjöld.''

Óskar var einn þeirra sem var sagður hafa gagnrýnt fyrirkomulagið, væri ekki best að pressa síðustu umferðirnar í þrjár vikur og spila þéttar?

„Það var nú það sem ég meinti með orðum mínum um að þetta væri eins og bók sem væri 100 blaðsíðum of löng, það var ekki það að ég væri ósáttur við að þetta væru 27 leikir. Ef við tökum bókina aftur þá viljum við hafa allt í þessari bók en þú vilt ekki hafa þrjár blaðsíður um mann að bursta tennurnar. Þú vilt hafa þetta aðeins þéttar, ef við getum sett síðustu fimm umferðirnar á laugardaga og miðvikudaga þá væri það strax mikil bæting.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner