Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. nóvember 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sir Alex í lið með Marcus Rashford
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United, ætlar að hjálpa Marcus Rashford að gera góðverk.

Rashford, sem leikur með Manchester United, hefur látið mikið til sín taka í ensku samfélagi. Rashford hefur hjálpað til við að láta börn sem minna mega sín fá fríar máltíðir í skólum. Rashford hefur fengið mikið hrós fyrir framtak sitt og hann fékk meðal annars MBE orðu frá drottningunni.

Hinn 23 ára gamli Rashford spjallaði við Sir Alex, sem stýrði United frá 1986 til 2013, og Ferguson ætlar að gefa allt að 2 milljónir punda til FareShare góðgerðarsamtakana.

Rashford er sendiherra samtakana. FareShare eru stærsta góðgerðarsamtök Bretlands sem berjast gegn hungri og matarsóun.

Fjölmiðillinn The Times stendur fyrir átaki þar sem lesendur eru hvattir til að gefa pening til góðgerðarsamtaka um jólin, og er FareShare eitt þeirra sem minnst er á. Rashford segir að Ferguson ætli, ásamt Sir Michael Moritz, að jafna þá upphæð sem safnast, upp að 2 milljónum punda, og gefa til samtakana.

Hinn 78 ára gamli Sir Alex ólst upp við erfiðar aðstæður í Glasgow. Hann er gríðarlega ánægður með það þá hluti sem Rashford er að gera.

„Marcus hefur opnað augu allra í Bretlandi," sagði Ferugson stoltur. Rashford spilaði aldrei undir stjórn Ferguson. Hann lék sinn fyrsta leik þremur árum eftir að Skotinn hætti.
Athugasemdir
banner
banner