Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 29. nóvember 2020 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær sáttur með De Gea: Óstöðvandi aukaspyrna
Mynd: Getty Images
Manchester United náði frábærum endurkomusigri gegn Southampton í dag eftir að hafa verið 2-0 undir í leikhlé.

Ole Gunnar solskjær gerði tvöfalda skiptingu í leikhlé þar sem Dean Henderson tók stöðu David de Gea á milli stanganna. De Gea fór meiddur af velli eftir að hafa gerst sekur um mistök í öðru marki Southampton.

Edinson Cavani kom einnig inn fyrir Mason Greenwood og gerði hann gæfumuninn þar sem hann lagði upp eitt og skoraði tvö til að fullkomna 2-3 endurkomusigur.

„Vonandi verður De Gea klár fyrir miðvikudaginn en ég er ekki viss. Dean fyllti vel í skarðið. Við vorum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var mun betri. Ég var stoltur í stöðunni 2-2 og það var frábært að fá sigurmark," sagði Solskjær.

„Ég var rólegur í leikhlé, við forgangsröðuðum að fá ekki annað mark á okkur og skora næsta mark. Þetta var opinn leikur þannig við vissum að það yrðu mörk, við fengum fimm eða sex dauðafæri í leiknum og þetta snerist um að nýta þau.

„Edinson var frábær, hann er alltaf á hreyfingu og ég er mjög hrifinn af honum. Hann hefur verið frábær í búningsklefanum og á æfingum, hann er gríðarlega mikilvægur fyrir leikmannahópinn."


Solskjær kom De Gea til varnar en Spánverjinn var gagnrýndur fyrir að hleypa aukaspyrnu James Ward-Prowse í netið á 33. mínútu.

„Hvernig get ég verið svekktur? James Ward-Prowse er mikill gæðaleikmaður og það er ekki hægt að stöðva þessar aukaspyrnur. Ég get ekki kennt neinum um, ég get bara hrósað James."
Athugasemdir
banner
banner
banner