Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. nóvember 2020 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zidane: Þarf að finna lausn á þessum vanda
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane segist ekki geta útskýrt slaka frammistöðu lærisveina sinna í Real Madrid sem töpuðu heimaleik gegn Alaves í gærkvöldi.

Lucas Perez kom Alaves yfir snemma leiks og tvöfaldaði Joselu forystuna í upphafi síðari hálfleiks. Casemiro tókst ekki að minnka muninn fyrr en á lokakaflanum en þá var orðið of seint. Real er í fjórða sæti eftir tapið, með 17 stig eftir 10 umferðir.

„Ég hef enga útskýringu á þessu tapi. Við spiluðum vel og illa á víxl og það flækti málin að lenda undir eftir þrjár mínútur. Við spiluðum frábæran leik gegn Inter um daginn en í dag vorum við ekki nógu góðir. Eina sem við getum gert er að halda áfram að leggja mikið á okkur og reyna að bæta okkar leik," sagði Zidane.

„Við eigum frábæran leik og svo er næsti leikur lélegur, þetta hefur verið að gerast trekk í trekk á tímabilinu og er orðið vandamál. Ég þarf að finna lausn á þessum vanda í samráði við leikmenn og þjálfarateymið. Ég mun ekki finna lausn hérna á þessum fréttamannafundi með ykkur."

Næsti leikur Real Madrid er á útivelli gegn Shakhtar Donetsk næsta þriðjudag. Sigur þar nægir til að tryggja liðinu sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner