Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   mán 29. nóvember 2021 20:14
Brynjar Ingi Erluson
Dagný: Meiðsli og barnsburður hafa seinkað þessu aðeins
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir á æfingu Íslands í dag.
Dagný Brynjarsdóttir á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er klár í slaginn fyrir leik Íslands gegn Kýpur í undankeppni HM en hún ræddi við Fótbolta.net í dag.

Ísland vann fyrri leikinn gegn Kýpur 5-0 á Laugardalsvelli en íslenska liðið spilar í töluvert meiri hita á morgun er liðin mætast.

Íslenska liðið er í 2. sæti riðilsins með 6 stig og aðeins spilað þrjá leiki en Kýpur er á botninum með eitt stig.

„Hún er rosalega góð og öðruvísi að vera hérna á fyrsta í aðventu en gaman að vera þar sem er heitt og gott. Gaman að æfa á stuttermabol og þær ganga vel þannig það er góð stemning," sagði Dagný.

Hún er komin með 96 landsleiki eða jafnmarga og Glódís Perla Viggósdóttir. Þær eru þó ekkert að keppast um það hver er fyrst í hundrað leikja klúbbinn.

„Nei, alls ekki. Ég hefði átt að ná 100 leikjum fyrir nokkrum árum en meiðsli og barnburður hafa seinkað þessu aðeins. Það er engin keppni og hlakka til að ná sjálf hundrað og vonandi næ ég því."

Dagný býst við erfiðum leik gegn Kýpur og að markmið íslenska liðsins sé að færa boltann hratt á milli gegn þéttri vörn andstæðingsins.

„Þær liggja svolítið til baka og spila þéttan varnarleik á meðan við reiknum með að vera svolítið meira með boltann. Við ætlum að láta boltann ganga hratt á milli og reynum að finna glufur og finna leikmennina í bestu færunum og svo snýst þetta um að nýta færin," sagði Dagný ennfremur.
Athugasemdir
banner