Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   mán 29. nóvember 2021 20:14
Brynjar Ingi Erluson
Dagný: Meiðsli og barnsburður hafa seinkað þessu aðeins
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir á æfingu Íslands í dag.
Dagný Brynjarsdóttir á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er klár í slaginn fyrir leik Íslands gegn Kýpur í undankeppni HM en hún ræddi við Fótbolta.net í dag.

Ísland vann fyrri leikinn gegn Kýpur 5-0 á Laugardalsvelli en íslenska liðið spilar í töluvert meiri hita á morgun er liðin mætast.

Íslenska liðið er í 2. sæti riðilsins með 6 stig og aðeins spilað þrjá leiki en Kýpur er á botninum með eitt stig.

„Hún er rosalega góð og öðruvísi að vera hérna á fyrsta í aðventu en gaman að vera þar sem er heitt og gott. Gaman að æfa á stuttermabol og þær ganga vel þannig það er góð stemning," sagði Dagný.

Hún er komin með 96 landsleiki eða jafnmarga og Glódís Perla Viggósdóttir. Þær eru þó ekkert að keppast um það hver er fyrst í hundrað leikja klúbbinn.

„Nei, alls ekki. Ég hefði átt að ná 100 leikjum fyrir nokkrum árum en meiðsli og barnburður hafa seinkað þessu aðeins. Það er engin keppni og hlakka til að ná sjálf hundrað og vonandi næ ég því."

Dagný býst við erfiðum leik gegn Kýpur og að markmið íslenska liðsins sé að færa boltann hratt á milli gegn þéttri vörn andstæðingsins.

„Þær liggja svolítið til baka og spila þéttan varnarleik á meðan við reiknum með að vera svolítið meira með boltann. Við ætlum að láta boltann ganga hratt á milli og reynum að finna glufur og finna leikmennina í bestu færunum og svo snýst þetta um að nýta færin," sagði Dagný ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner