Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   mán 29. nóvember 2021 20:14
Brynjar Ingi Erluson
Dagný: Meiðsli og barnsburður hafa seinkað þessu aðeins
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir á æfingu Íslands í dag.
Dagný Brynjarsdóttir á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er klár í slaginn fyrir leik Íslands gegn Kýpur í undankeppni HM en hún ræddi við Fótbolta.net í dag.

Ísland vann fyrri leikinn gegn Kýpur 5-0 á Laugardalsvelli en íslenska liðið spilar í töluvert meiri hita á morgun er liðin mætast.

Íslenska liðið er í 2. sæti riðilsins með 6 stig og aðeins spilað þrjá leiki en Kýpur er á botninum með eitt stig.

„Hún er rosalega góð og öðruvísi að vera hérna á fyrsta í aðventu en gaman að vera þar sem er heitt og gott. Gaman að æfa á stuttermabol og þær ganga vel þannig það er góð stemning," sagði Dagný.

Hún er komin með 96 landsleiki eða jafnmarga og Glódís Perla Viggósdóttir. Þær eru þó ekkert að keppast um það hver er fyrst í hundrað leikja klúbbinn.

„Nei, alls ekki. Ég hefði átt að ná 100 leikjum fyrir nokkrum árum en meiðsli og barnburður hafa seinkað þessu aðeins. Það er engin keppni og hlakka til að ná sjálf hundrað og vonandi næ ég því."

Dagný býst við erfiðum leik gegn Kýpur og að markmið íslenska liðsins sé að færa boltann hratt á milli gegn þéttri vörn andstæðingsins.

„Þær liggja svolítið til baka og spila þéttan varnarleik á meðan við reiknum með að vera svolítið meira með boltann. Við ætlum að láta boltann ganga hratt á milli og reynum að finna glufur og finna leikmennina í bestu færunum og svo snýst þetta um að nýta færin," sagði Dagný ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner