Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 29. nóvember 2022 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern í viðræður við Choupo-Moting eftir HM
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Oliver Kahn, stjórnandi hjá stórveldi FC Bayern, segir að stjórnin muni setjast niður með Eric Maxim Choupo-Moting eftir HM í Katar til að ræða um nýjan samning.


Choupo-Moting er 33 ára gamall og hefur verið í fantaformi á tímabilinu þar sem hann er kominn með 11 mörk í 16 leikjum. Bayern vantar sóknarmann eftir brottför Robert Lewandowski og virðist Choupo-Moting vera besti maðurinn til að fylla í skarðið.

„Choupo er að standa sig ótrúlega vel og við ætlum að setjast niður með honum eftir heimsmeistaramótið. Við verðum að sjá til hvort samkomulag náist," sagði Kahn.

Fabrizio Romano greinir frá því að Choupo-Moting, sem verður 34 ára í mars og rennur út á samningi næsta sumar, hafi önnur tilboð á borðinu og góða valmöguleika fyrir utan Bayern en framherjinn vill vera áfram hjá félaginu. 

Choupo-Moting var hjá PSG áður en hann skipti til Bayern en tímabilið þar á undan féll hann úr ensku úrvalsdeildinni með Stoke City.

Choupo-Moting er þessa stundina með Kamerún á HM og skoraði jöfnunarmarkið í sex marka jafntefli gegn Serbíu. Kamerún tapaði fyrir Sviss í fyrstu umferð og þarf núna sigur gegn Brasilíu til að komast í útsláttarkeppnina.


Athugasemdir
banner