Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 29. nóvember 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cafu skilur ekki af hverju Trent spilar ekkert
Mynd: EPA

Trent Alexander-Arnold bakvörður enska landsliðsins hefur ekki fengið tækifærið á HM til þessa. Hann hefur verið mikið gagnrýndur fyrir varnarleikinn sinn.


Trent er frábær sóknarbakvörður en margir telja að varnarleikurinn dragi hann alltof mikið aftur.

Brasiliska goðsögnin Cafu, sem lék einnig í hægri bakvarðarstöðunni á sínum tíma með frábærum árangri skilur ekkert í því af hverju Trent sé ekkert að spila.

„Ég skil ekki af hverju. Hann er með allt, gæði, góður að rekja boltann, hraður en það er alltaf sama sagan, þeir segja að hann sé ekki nógu varnarsinnaður þess vegna er hann fyrir utan," sagði Cafu.

„Einhverjir sögðu það sama um mig og Roberto Carlos en ég held að við unnum eitthvað."


Athugasemdir
banner
banner
banner