Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 29. nóvember 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Flytur 'One and Only' í hálfleik í kvöld
Chesney Hawkes með gítarinn.
Chesney Hawkes með gítarinn.
Mynd: Getty Images
Tónlistarmaðurinn Chesney Hawkes er mættur til Katar en hann mun sjá um hálfleiksskemmtunina í leik Englands og Wales í kvöld.

Þar mun hann flytja lagið 'One and Only' sem sló rækilega í gegn í upphafi tíunda áratugarins.

„Ég er gríðarlega spenntur yfir því að vera kominn hingað. Ég er rosalegur fótboltaunnandi," segir Hawkes í viðtali við breska ríkisútvarpið.

Hann var beðinn um að segja sitt álit á frammistöðu enska landsliðsins til þessa.

„Fyrsti leikurinn var magnaður. Þetta var ekki sterkasti andstæðingurinn. Ég var ekki hrifinn af leiknum gegn Bandaríkjunum. Það var leiðinlegur leikur, en kannski var Gareth Southgate að spila upp á jafntefli og hvíla leikmenn aðeins."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner