Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 29. nóvember 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gyða Kristín spáir í Ekvador - Senegal
Gyða Kristín í leik með Stjörnunni.
Gyða Kristín í leik með Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag hefst þriðja umferð riðlakeppninnar á HM þar sem tveimur fyrstu riðlum mótsins mun ljúka.

Holland og Katar mætast í A-riðlinum en þar mætast líka Ekvador og Senegal í ansi fróðlegum leik.

Ekvador er með fjögur stig og Senegal er með þrjú stig. Það er mikið undir í þessum leik þar sem bæði þessi lið eru að berjast um sæti í 16-liða úrslitunum.

Ekvador 1 - 1 Senegal
Ég hef verið mjög hrifin af Ekvador í fyrstu tveimur leikjunum. Þeir unnu þægilegan sigur á Katar og voru svo að mínu mati heilt yfir betri gegn Hollendingum og óheppnir að ná ekki í sigur.

Senegal er aftur á móti ekki sama lið án Mane og ég held þeir nái ekki að sigra Ekvador til að komast áfram upp úr riðlinum. Þetta endar með 1-1 jafntefli.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner